Faglegt lærdómssamfélag og starfsánægja í leikskólum
Áhersla hefur verið lögð á það í aðalnámskrá og víðar að leikskólar starfi eftir hugmyndum um lærdómssamfélag. Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á stöðu faglegs lærdómssamfélags innan leikskóla og tengsl þess við menntunarlega stöðu og starfsánægju starfsfólks. Spurningakönnun var send...
Gespeichert in:
Veröffentlicht in: | Tímarit um uppeldi og menntun (Rafræn útgáfa) 2021-07, Vol.30 (1), p.71-96 |
---|---|
Hauptverfasser: | , , |
Format: | Artikel |
Sprache: | eng |
Online-Zugang: | Volltext |
Tags: |
Tag hinzufügen
Keine Tags, Fügen Sie den ersten Tag hinzu!
|
Zusammenfassung: | Áhersla hefur verið lögð á það í aðalnámskrá og víðar að leikskólar starfi eftir hugmyndum um lærdómssamfélag. Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á stöðu faglegs lærdómssamfélags innan leikskóla og tengsl þess við menntunarlega stöðu og starfsánægju starfsfólks. Spurningakönnun var send til starfsfólks, annars en stjórnenda, á fimm leikskólum, byggð á mælitæki sem mælir fimm víddir faglegs lærdómssamfélags og aðlagað var að íslensku leikskólastarfi. Niðurstöður benda til þess að starfsfólk upplifi almennt einkenni faglegs lærdómssamfélags en mismikil milli skóla. Leikskólakennarar upplifa einkennin fremur en annað starfsfólk og mun fremur en leiðbeinendur. Draga má þá ályktun að efling faglegs lærdómssamfélags, sem styður frumkvæði og þekkingarmiðlun til starfsfólks og jafnari þátttöku í ákvarðanatöku, sé leið til að efla starfsfánægju og minnka starfsmannaveltu. Helsta hindrunin snýr að tíma til samvinnu um faglegt starf og björgum leikskólans. Svo virðist sem huga þurfi betur að því að byggja upp menningu sem styður grunnvíddir faglegs lærdómssamfélags þar sem allt starfsfólk, þar með taldir leiðbeinendur, fær í auknum mæli notið sín í starfi deildanna. |
---|---|
ISSN: | 2298-8394 2298-8408 |
DOI: | 10.24270/tuuom.2021.30.4 |