Lína langsokkur sterkust í öllum heiminum – Astrid Lindgren í heimi skólans

Meginmarkmið þessarar greinar er að benda á leiðir fyrir kennara og aðra uppalendur sem vilja bæta lesskilning barna og ungmenna með því að ræða um það sem lesið er. Bókin og upplifun af lestri er einn lykillinn að tungumálinu og tungumálið er ein mikilvægasta forsenda náms. Fullorðnir, og þar á með...

Ausführliche Beschreibung

Gespeichert in:
Bibliographische Detailangaben
Veröffentlicht in:Netla 2018-02
1. Verfasser: Finnbogason, Gunnar E.
Format: Artikel
Sprache:eng
Online-Zugang:Volltext
Tags: Tag hinzufügen
Keine Tags, Fügen Sie den ersten Tag hinzu!
Beschreibung
Zusammenfassung:Meginmarkmið þessarar greinar er að benda á leiðir fyrir kennara og aðra uppalendur sem vilja bæta lesskilning barna og ungmenna með því að ræða um það sem lesið er. Bókin og upplifun af lestri er einn lykillinn að tungumálinu og tungumálið er ein mikilvægasta forsenda náms. Fullorðnir, og þar á meðal kennarar, geta aðstoðað barnið við að læra og þroska tungumálið með því m.a. að tala við það, lesa fyrir það, hlusta þegar það les sjálft og ræða um það sem lesið er. Allt þetta getur aukið lesskilning. Markmið bókmenntalesturs með nemendum er að fá þá til að velta fyrir sér þeim tilfinningum sem textinn kallar fram, finna tengingar sem textinn býður upp á og ræða viðbrögðin sem textinn vekur. Með samtali við fullorðið fólk og önnur börn öðlast barnið þekkingu á ýmsu, svo sem: sjálfu sér, nánasta umhverfi, náttúru og öðrum manneskjum. Í samtalinu læra þau að beita tungumálinu og deila upplifunum og þannig öðlast þau reynslu sem er forsenda þess að skapa félagsleg tengsl og þróa samkennd og vináttu. Þessir færniþættir eru mjög í anda grunnþátta íslenskra námskráa, eins og læsis, lýðræðis, mannréttinda og jafnréttis. Hér er einnig fjallað um þær uppeldis- og menntahugmyndir sem hafa haft áhrif á sögur Astrid Lindgren um Línu. Í greininni verða tekin dæmi, aðallega samtöl, úr bókum Astridar Lindgren um Línu langsokk, til að sýna hvernig vinna má með textana til að kveikja umræður meðal barna og unglinga. Í sögunum eru margar áhugaverðar kringumstæður þar sem tilvistarlegar og siðferðilegar spurningar vakna í samskiptum barna og í samskiptum þeirra við heim hinna fullorðnu. Val á texta til að vinna með réðst m.a. af því að Lína langsokkur hefur skemmt börnum í gegnum tíðina og mörg þeirra hafa samsamað sig þessari óstýrilátu persónu.
ISSN:1670-0244
1670-0244
DOI:10.24270/serritnetla.2019.16