Þróun eigin fagmennsku í skapandi starfi: Starfendarannsókn í leikskóla

Sköpun er mikilvæg þroska barna og er jafnframt einn grunnþáttur menntunar á Íslandi. Leikskólar sem horfa til starfsaðferða Reggio Emilia leggja áherslu á börn sem getumikla og skapandi einstaklinga. Þegar skólinn leggur rækt við meðfædda hæfileika þeirra eru allar líkur á að börnum finnist þau get...

Ausführliche Beschreibung

Gespeichert in:
Bibliographische Detailangaben
Veröffentlicht in:Netla 2022-09
Hauptverfasser: Sívertsen, Ásta Möller, Jónsdóttir, Svanborg Rannveig, Guðjónsdóttir, Hafdís
Format: Artikel
Sprache:eng
Online-Zugang:Volltext
Tags: Tag hinzufügen
Keine Tags, Fügen Sie den ersten Tag hinzu!
Beschreibung
Zusammenfassung:Sköpun er mikilvæg þroska barna og er jafnframt einn grunnþáttur menntunar á Íslandi. Leikskólar sem horfa til starfsaðferða Reggio Emilia leggja áherslu á börn sem getumikla og skapandi einstaklinga. Þegar skólinn leggur rækt við meðfædda hæfileika þeirra eru allar líkur á að börnum finnist þau geta haft áhrif á samfélagið. Hlutverk kennara í skapandi skólastarfi felst í að skapa aðstæður sem styðja við skapandi hugsun og verkefni með áherslu á ferli umfram endanlega útkomu. Hér er sagt frá starfendarannsókn leikskólakennara sem rýndi í eigin starfshætti með áherslu á aukið vægi skapandi starfs á einni deild í leikskóla. Gagnaöflun hófst í janúar 2018 og lauk í október sama ár. Gagna var aflað með skrifum í rannsóknardagbók, með vettvangsathugunum og ljósmyndum. Gögnin voru greind reglulega og sem heild í lokin. Niðurstöðurnar voru flokkaðar í eftirfarandi flokka: Tækifærin í umhverfinu, kaflaskil og faglegt sjálfstraust. Meginþættir hvers kafla eru kynntir með dæmum úr rannsóknardagbók. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á mikilvægi þess að leikskólakennari beiti virkri hlustun í starfi og að gagnkvæm virðing ríki milli kennara og barna. Ein sterkustu skilaboðin sem þessi rannsókn felur í sér eru hversu mikils virði er fyrir faglega vinnu kennara að gera starfendarannsókn og gera breytingar á eigin starfsháttum.
ISSN:1670-0244
1670-0244
DOI:10.24270/netla.2022.11