Hvernig verður „ríkisbangsinn flippaður“? List- og verkgreinakennarar á þremur skólastigum segja rýnisögur úr starfendarannsóknum sínum

Mikilvægi skapandi hugsunar og getu til skapandi athafna kemur skýrt fram í ákalli samtímans eftir nýsköpun og eru skapandi atvinnugreinar taldar vera mikilvægar í nútíma atvinnulífi. Samtíminn kallar sömuleiðis á sjálfbæra þróun sem krefst hæfni til skapandi hugsunar og aðgerða til að geta leyst va...

Ausführliche Beschreibung

Gespeichert in:
Bibliographische Detailangaben
Veröffentlicht in:Netla 2021-09
Hauptverfasser: Jónsdóttir, Svanborg R., Guðjónsdóttir, Hafdís
Format: Artikel
Sprache:eng
Online-Zugang:Volltext
Tags: Tag hinzufügen
Keine Tags, Fügen Sie den ersten Tag hinzu!
Beschreibung
Zusammenfassung:Mikilvægi skapandi hugsunar og getu til skapandi athafna kemur skýrt fram í ákalli samtímans eftir nýsköpun og eru skapandi atvinnugreinar taldar vera mikilvægar í nútíma atvinnulífi. Samtíminn kallar sömuleiðis á sjálfbæra þróun sem krefst hæfni til skapandi hugsunar og aðgerða til að geta leyst vandamál og komið til móts við margvíslegar og flóknar þarfir heimsins. Menntastefna íslenskra yfirvalda frá 2011 byggir á sex grunnþáttum sem leggja skal til grundvallar allri grunnmenntun frá leikskóla til framhaldsskóla og einn þeirra er sköpun. Hér er sagt frá starfendarannsókn átta list- og verkgreinakennara á grunn-, framhalds- og háskólaskólastigi í samstarfi við háskólakennara sem stýrði rannsókninni. Þátttakendur gerðu úttekt á kennslu sinni og kennsluháttum og greindu hvernig þeir unnu að því að efla hinn skapandi þátt í námi nemenda sinna. Gögnum var safnað á tímabilinu desember 2016 til nóvember 2018. Helstu gögn voru dagbókarfærslur um starfið, samráðs- og ígrundunarfundir, náms- og kennslugögn, viðtöl, safnmyndir (e. collage) og afurðir greiningaræfinga. Fyrstnefndi höfundur greinarinnar vann úr gögnunum sem allir höfðu sameiginlegan aðgang að og sá síðarnefndi var rýnivinur og tók þát í hluta rannsóknarvinnunnar. Við greiningu gagna var beitt nálgun frásagnarrýni og niðurstöðurnar settar fram sem rýnisögur. Niðurstöðum var skipað í tvo meginflokka: 1. Að móta menningu skapandi náms og 2. Starfskenning og fagmennska. Nokkur þemu voru greind í hvorum flokki og eru þau kynnt með dæmum úr gögnunum sem rýnisögur kennaranna. Sú menning sem kennararnir leituðust við að móta einkenndist meðal annars af því að kenna grunnvinnubrögð í bland við frelsi og sköpun, góðar kveikjur, tilraunir og skapandi samtöl. Með þátttöku í þessari rannsókn á eigin starfi sýndu kennararnir fagmennsku og metnað fyrir hönd sinnar greinar og kennarastarfsins. Þeir sýndu hvernig hægt er að vinna hefðbundin verkefni eins og „ríkisbangsann“ á skapandi hátt um leið og þess er gætt að uppfylla kröfur aðalnámskrár.
ISSN:1670-0244
1670-0244
DOI:10.24270/netla.2021.4